Áburður

FOD-graedir1080x1080-hestar.jpg 

Áburður fyrir íslenskar aðstæður

Fóðurblandan býður upp á mikið úrval einkorna og fjölkorna áburðartegunda, sem henta vel við íslenskar aðstæður.

 

Efnasamsetning áburðartegundanna hefur verið þróuð í áratugi í samráði við ráðunauta og bændur með hliðsjón af niðurstöðum hey- og jarðvegsefnagreininga. Við tegundavalið er leitast við að uppfylla óskir viðskiptavina miðað við sem flestar tegundir túna og jarðvegsgerðar.

 

 

Næringarefni eru þau 18–20 frumefni nefnd sem eru lífsnauðsynleg fyrir jurtir til að þær geti vaxið og fjölgað sér á eðlilegan hátt. Við venjulega ræktun skortir sum af þessum efnum þannig að nauðsynlegt er að bera þau á til að tryggja góða uppskeru. Þessi frumefni nefnast áburðarefni.

Til að auðvelda umfjöllun um þau eru notuð alþjóðleg efnafræðitákn fyrir þessi efni, en þau eru:

Köfnunarefni eða nitur   N   Magníum Mg
Fosfór   P   Brennisteinn S
Kalí   K   Bór B
Kalsíum (hluti af kalki)   Ca   Molybden Mo