Meðferð áburðar

Geymsla:

 • Best er að geyma stórsekki innan dyra á þurru undirlagi. Sé þeim staflað skal gera það varlega og ekki hærra en þremur í stæðu.

Þurfi að geyma stórsekki úti er nauðsynlegt:

 • Að geymslustaður sé í skugga og skjóli og þar sem vatn safnast ekki fyrir.
 • Að setja bretti eða grindur undir sekkina
 • Að binda toppana á sekkjunum saman og breiða ofan á þá svo að þeir sláist ekki til í vindi.

Flutningur og meðhöndlun:

 • Gætið að því hvort ytra byrði sekkjar er heilt áður en honum er lyft.
 • Ef rifur eru í vefnaði þolir sekkurinn illa flutning.
 • Þegar sekk er lyft skal taka í miðju lykkju með stórri, sívalri kló og taka einn poka í einu.
 • Hafið átakið sem jafnast og án snöggra rykkja.
 • Varist að draga sekk eftir gólfi eða með vegg.
 • Komi gat á sekk ber að loka því tafarlaust.
 • Við flutning ber að binda hanka á sekkjum saman svo að þeir sláist ekki til.


Notið ekki klær með skörpum brúnum. Breiðið yfir sekkina og hafið bretti eða grind undir. Farið ekki undir hangandi sekk. Við flutning ber að binda hanka á sekkjum saman.


 Ábyrgð:

 • Áburðarverksmiðjan hf. ábyrgist gæði áburðarins í allt að eitt ár frá afgreiðsludegi, enda hafi hann verið rétt geymdur og meðhöndlaður samkvæmt ofangreindum leiðbeiningum. Haldið umbúðum ávallt til haga og vísið í merkingu á sekk ef eitthvað er athugavert við áburðinn (dagsetning/framleiðslunúmer).

Athugið:

 • Geymið áburðinn fjarri eldi, hita og óbyrgðum ljósum. Kvikni eldur þar sem áburður er geymdur skal forðast að anda að sér reyk, og eingöngu nota vatn til slökkvistarfsins.
 • Látið ekki börn og dýr komast í áburðinn eða tóma áburðarpoka.
 • Tómir áburðarpokar á víðavangi eru náttúruspjöll.