Tún

Eftirfarandi tafla sýnir efnamagn í einstökum áburðartegundum frá Áburðarverksmiðjunni. Miðað er við að nota algenga skammta af köfnunarefni eða 120 kg/ha N.
Áburðarmagn í blöndum Áburðarverksmiðjunnar m.v. að bera 120 kg/ha af köfnunarefni
Magni 1   Magni 2   Móði 1 og Fjölmóði 1   Fjölmóði 2   Móði 3   
Kg af áburði   460 600 460 500 460
Kg af N 120 120 120 120 120
Kg af P - - 28 28 14
Kg af K - - - - -
Kg af Ca 35 92 12 12 12
Kg af Mg - - - 6 6
Kg af S 12 - - 10 9


Áburðarmagn í blöndum Áburðarverksmiðjunnar m.v. að bera 120 kg/ha af köfnunarefni.

Græðir 3 Fjölgræðir 2 Græðir 4 Græðir 5 Fjölgræðir 5
Kg af áburði 600 570 520 800 750
Kg af N 120 120 120 120 120
Kg af P 36 17 14 53 49
Kg af K 70 47 26 99 75
Kg af Ca - 13 25 10 17
Kg af Mg - 7 - 11 9
Kg af S - 11 10 16 15
Græðir 6 og Fjölgræðir 6 Græðir 7 og Fjölgræðir 7 Græðir 7a Græðir 8 Græðir 9 og Fjölgræðir 9
Kg af áburði 600 600 600 670 500
Kg af N 120 120 120 121 120
Kg af P 26 31 26 26 20
Kg af K 50 40 40 78 33
Kg af Ca 21 22 16 24 5
Kg af Mg - - 8 - -
Kg af S 12 12 12 13 10

Þegar búfjáráburður er borinn í nýræktarflög er algengt að nota tilbúinn áburð sem uppbót. Þá eru venjulega notaðar fosfórauðugar áburðartegundir. Í eftirfarandi töflu er gert ráð fyrir að notaður sé nokkuð stór skammtur af fosfór.


Áburðarmagn í blöndum Áburðarverksmiðjunnar m.v. að bera 40 kg/ha af fosfór

Mónóammóníumfosfat Græðir 5 Fjölgræðir 5
Kg af áburði 175 600 575
Kg af P 40 40 40
Kg af N 19 90 98
Kg af K - 74 60
Kg af Ca - 7 14
Kg af Mg - 8 7
Kg af S - 12 12


Umsagnir um túnáburð Áburðarverksmiðjunnar hf.
 • Áburður sem hentar milli slátta á frjósömum túnum: Kjarni er eingöngu köfnunarefnisáburður og Magni 1 og 2 köfnunarefnisáburður með kalki.
 • Áburður sem hentar með búfjáráburði: Græðir 4 og 9, Fjölgræðir 9, Móði 3 og Fjölmóði 2 og 3. Í Móðategundunum er ekkert kalí.
 • Áburður til að auka steinefnaforða jarðvegs í nýrækt og grænfóðurökrum: Græðir 5, Fjölgræðir 5 og mónóammoníumfosfat ef aðeins er talin þörf á að auka fosfórinn.
 • Áburður á frjósöm tún: Græðir 6, Fjölgræðir 6 og Fjölgræðir 2.
 • Áburður á tún þar sem talin er mikil þörf á fosfór en fremur lítil á kalí: Græðir 7.
 • Áburður á tún þar sem talin er mikil þörf á kalí en fremur lítil á fosfór: Græðir 8.
 • Áburður sem ætlað er að auka magníum í grösunum og draga úr hættu á graskrampa hjá kúm: Græðir 7a og Græðir 5, Fjölgræðir 2 og 5, Móði 3 og Fjölmóði 2 og 3.
 • Áburður á tún þar sem talin er þörf á stórum skömmtum af fosfór og kalí, en ekki þörf á brennisteini: Græðir 3.

Hafa ber í huga að þetta eru ekki nákvæm vísindi og aðstæður margvíslegar. Umsagnirnar og töflur um áburðarmagn eru ætlaðar til að hjálpa þeim sem eru að velta fyrir sér áburðarþörfinni. Þær eru til leiðbeiningar en ekki til að hlýða í blindni.Dæmi um notkun á áburði á tún og nýrækt.

Tilbúinn áburður borinn á tún. Óskað er eftir vænum skammti af fosfór og kalí. Þess vegna er ákveðið að bera Græði 8 á 670 kg/ha. Þegar bornar eru saman tölur úr fyrstu töflu kaflans um það hvað mikið er fjarlægt með uppskeru, og töflu um efnamagn í áburði, lítur dæmið þannig út.


Í uppskeru

Græðir 8
670 kg/ha


Mismunur
Köfnunarefni, N 110 kg/ha 121 kg/ha +11 kg/ha
Fosfór, P 12 kg/ha 26 kg/ha +14 kg/ha
Kalí, K 90 kg/ha 78 kg/ha -12 kg/ha
Kalsíum, Ca 25 kg/ha 24 kg/ha -1 kg/ha
Magníum, Mg 15 kg/ha 0 -15 kg/ha
Brennisteinn, S 12 kg/ha 13 kg/ha +1 kg/ha
 
Taflan sýnir að af sumum næringarefnunum hefur verið fjarlægt meira með uppskeru en borið var á. Mismunurinn kemur aðallega úr jarðvegi en hugsanlega kemur eitthvað með regni, t.d. brennisteinn. Af fosfóri er meira borið á en tekið er upp. Fosfór skolast mjög lítið úr jarðvegi og þess vegna safnast hann fyrir. Ýmsir fræðimenn álíta að þegar fosfór hefur safnast í jarðvegi að ákveðnu marki sé ekki til bóta að bera meira á en fjarlægt er með uppskeru. Efnagreining á jarðvegi gæti gefið til kynna hversu mikið er af nýtanlegum fosfóri í jarðvegi.


Búfjáráburður og tilbúinn áburður borinn á tún.
Gert er ráð fyrir að borin séu 20 tonn/ha af vatnsblandaðri kúamykju og gert er ráð fyrir sömu uppskeru og í fyrra dæminu.

Í uppskeru 20 tonn/ha kúamykja með 10% Græðir 9
300 kg/ha
Samtals í áburði Mismunur
Köfnunarefni 110 kg/ha 40 kg/ha 72 kg/ha 112 kg/ha +2 kg/ha
Fosfór 12 kg/ha 10 kg/ha 12 kg/ha 22 kg/ha +10 kg/ha
Kalí 90 kg/ha 40 kg/ha 20 kg/ha 60 kg/ha -30 kg/ha
Kalsíum 25 kg/ha 18 kg/ha 3 kg/ha 21 kg/ha -4 kg/ha
Magníum 15 kg/ha 12 kg/ha 0 12 kg/ha -3 kg/ha
Brennisteinn 12 kg/ha 9 kg/ha 6 kg/ha 15kg/ha +3 kg/ha

Útreikningarnir eru ónákvæmir en gefa þó vísbendingu um hlutfall á milli efna í áburði og efna sem fjarlægð eru af jörðinni þegar búfjáráburður er borinn á. Það vantar töluvert upp á að jafnmikið kalí sé borið á og fjarlægt er með uppskeru. Á Íslandi hefur um langan tíma verið borið minna á af kalí en tekið hefur verið með uppskeru. Það virðist sjaldan hafa komið að sök enda má reikna með að kalí losni við niðurbrot bergs í jarðvegi. Rétt er þó að hafa í huga að það eyðist sem af er tekið. Jarðvegs- og heyefnagreiningar geta gefið vísbendingar um hve lengi má treysta á kalíforða jarðvegs.

Ef mikið er borið á af kalí dregur það úr upptöku nokkurra annarra efna, þar á meðal magníums. Ef lítið er af magníum í uppskeru er hætta á að kýr sem nýta fóðrið fái graskrampa. Margir bændur fara þess vegna sparlega með kalíáburð til að fá meira af magníum í fóðrið.


Búfjáráburður og tilbúinn áburður borinn á nýrækt.
Þegar verið er að taka land til ræktunar bera menn gjarnan mikið á af búfjáráburði, t.d. 40 tonn á ha af mykju sem blönduð er vatni. Flestir bera á lítið eitt af tilbúnum áburði, til að auka fosfórforða jarðvegs og til að jafna áburðarmagnið á milli bletta í nýræktinni. Það sem kemur með uppskerunni af nýrækt er gjarnan töluvert minna en af góðu vel grónu túni. Dæmið getur litið þannig út:

Í uppskeru nýræktarárið 40 tonn/ha kúamykja með 10% þ.e. Græðir 5 400 kg/ha Samtals í áburði Mismunur
Köfnunarefni 70 kg/ha 80 kg/ha 60 kg/ha 140 kg/ha +70 kg/ha
Fosfór 8 kg/ha 20 kg/ha 26 kg/ha 46 kg/ha +38 kg/ha
Kalí 60 kg/ha 80 kg/ha 50 kg/ha 130 kg/ha +70 kg/ha
Kalsíum 17 kg/ha 36 kg/ha 5 kg/ha 41 kg/ha +24 kg/ha
Magníum 10 kg/ha 24 kg/ha 6 kg/ha 30 kg/ha +20 kg/ha
Brennisteinn 8 kg/ha 18 kg/ha 8 kg/ha 26 kg/ha +18 kg/ha
 
Í þessu dæmi hefur verið borið meira á en gróðurinn getur nýtt nýræktarárið. Verið er að auka frjósemi jarðvegs og þess vegna er notaður mikill áburður. Margir munu telja að óþarfi sé að bera svona mikið á þó að um nýrækt sé að ræða. Í staðinn fyrir Græði 5 mætti t.d. nota mónóammoníumfosfat en í þeim áburði er mikið af fosfór og lítið af köfnunarefni en ekkert af öðrum áburðarefnum.Áburðartími tilbúins áburðar og áburður milli slátta.

 • Best er að bera tilbúinn áburð á í byrjun gróanda þegar túnið er orðið sæmilega þurrt.
 • Þegar borið er á þarf rakinn í túnunum samt að vera nægur svo að áburðurinn leysist upp.
 • Það er ekki hætta á því að áburður skolist í burtu á vorin nema í mestu úrfellum.
 • Það er algengt að bera á milli slátta ef óskað er eftir að fá mikla há til sláttar eða góða beit fyrir búfé síðari hluta sumars og að hausti. Ef þetta er gert þarf að slá snemma og bera strax á eftir slátt.
 • Á milli slátta dugar að bera á Kjarna, t.d. 150–200 kg/ha, eða 200–300 kg/ha af Magna 1 eða 2.
 • Tilraunaniðurstöðum ber illa saman um árangur af því að bera á milli slátta. Léleg háaruppskera getur t.d. orsakast af gróðurfari túnsins og miklum þurrkum eftir áburðardreifingu.

Magnús Óskarsson