Grænfóður

 Grænfóðrið er notað á eftirfarandi hátt:

  • Til síðsumar- eða haustbeitar fyrir kýr.
  • Til að bata sláturlömb eftir að þau koma af fjalli.
  • Hráefni til votheysgerðar í gryfjum eða rúlluböggum.

Áburðarþörf grænfóðurs fer nokkuð eftir því hve langur vaxtartími þess er. Eftir því sem vaxtartíminn er lengri, því meira af áburði getur grænfóðrið nýtt til vaxtar þó að önnur atriði komi einnig við sögu.

Vaxtartími grænfóðurs

Snemmvaxið Vaxtartími í meðallagi Seinvaxið
Bygg Vetrarhafrar Rýgresi - tvær uppskerur
Sumarhafrar Vetrarrýgresi (ítalskt) Fóðurmergkál
Sumarrýgresi Sumarrepja Vetrarrepja
(Westerwoldicum) Næpur
 

Sumarafbrigðin af jurtunum skríða fljótt og tréna, þau eru því yfirleitt ekki notuð nema vaxtartíminn sé stuttur. Bygg er lítillega ræktað norðanlands sem grænfóður. Aðallega er bygg ræktað til að gefa kornuppskeru. Komi í ljós að korn muni ekki þroskast, t.d. af völdum veðurfars, er það gjarnan notað sem grænfóður. Ræktun á byggi heppnast ekki í súrri jörð, pH þarf að vera 5,5–5,6 eða hærra.

Ef menn eiga búfjáráburð er freistandi að nota hann í grænfóðurflög. Margir óttast hins vegar að þeir séu að sá illgresi þegar þeir bera búfjáráburð á vegna illgresisfræja í áburðinum. Strax eftir dreifingu búfjáráburðarins er æskilegt að plægja hann niður í flagið til að auka nýtingu á köfnunarefni og til að grafa illgresisfræin.

Í eftirfarandi töflu eru gerðar tillögur um áburðarnotkun á góðu og frekar lélegu landi.


Tillögur um áburðarnotkun á grænfóður

Ræktunarland Áburður Áburðarefni
N P K
Bygg
Nýbrotið land, mýrlendi eða mólendi 30 tonn vatnsblönduð kúamykja og 400 kg Græðir 5 eða Fjölgræðir 5 120
124
41
41
110
100
800 kg Græðir 5 eða Fjölgræðir 5 120
129
53
53
99
800
Frjósamt land, t.d. gott tún 30 tonn vatnsblönduð kúamykja og 250 kg Græðir 8 105 25 89
600 kg Græðir 8 108 23 70
Hafrar og rýgresi
Nýbrotið land, mýrlendi eða mólendi 40 tonn vatnsblönduð kúamykja og 300 kg Græðir 7 eða Fjölgræðir 7 140 36 100
950 kg Græðir 5 eða 900 kg Fjölgræðir 5 143
145
63
59
118
90
Frjósamt land, t.d. gott tún 40 tonn vatnsblönduð kúamykja og 350 kg Græðir 7 eða Fjölgræðir 7 130 33 83
700 kg Græðir 8 126 27 82
Repja, næpur og fóðurmergkál
Nýbrotið land, mýrlendi eða mólendi 40 tonn vatnsblönduð kúamykja og 450 kg Græðir 7 eða Fjölgræðir 7 170 43 110
950 kg Græðir 8 og 15 kg Bórax 171 37 111
Frjósamt land, t.d. gott tún 30 tonn vatnsblönduð kúamykja og 400 kg Græðir 7 eða Fjölgræðir 7 140 36 86
750 kg Græðir 8 og 15 kg Bórax 135 29 88
Tölur um efnamagn í búfjáráburði eru ætíð óvissar. 

Nítrat. Það má segja að áburðarskammtarnir í töflunni séu fremur litlir, t.d. fyrir næpur sem spretta vel. Það er þó varhugavert að bera meira á repju og fóðurmergkál en gert er ráð fyrir í töflunni vegna þess að í blöðum þessara jurta getur orðið óhæfilega mikið af nítrati sem vex eftir því sem meira er borið á af köfnunarefni. Nítrat er í litlum mæli í öllum jurtum en magnið getur orðið það mikið að það valdi heilsutjóni hjá skepnum sem éta fóðrið. Fyrstu einkenni nítrateitrunar eru lystarleysi, niðurgangur og minni afurðir hjá mjólkurkúm.


Bór. Grænfóðurjurtir af krossblómaætt, þ.e. næpur, repja og fóðurmergkál, þurfa snefilefnið bór. Það fer eftir jarðvegi hvort bera þarf bór sérstaklega á. Bór er í þvagi gripa svo að ekki þarf að bera bór á þegar búfjáráburður er notaður, a.m.k. ef þvagið hefur ekki runnið í burtu. Algengasti bóráburðurinn er bórax, af því þarf 15–20 kg/ha. Bór er einnig í Græði 1, Græði 1a, Græði 1b og Blákorni, áburðartegundum sem aðallega eru ætlaðar fyrir garðrækt.


Kálmaðkur skemmir rætur og rótarháls á káli. Maðkurinn er afkvæmi kálflugunnar sem verpir við rætur jurtanna og úr eggjunum skríða kálmaðkarnir. Það fer eftir fjölda flugna hve miklar skemmdir verða á kál- og næpuökrum. Unnt er að verjast flugunum með plöntuvarnarefnum en það er sjaldan gert vegna kostnaðar og andúðar fólks á plöntuvarnarefnum. Repja, næpur og fóðurmergkál geta sýnt einkenni næringarskorts vegna þess að kálmaðkur hefur eyðilagt æðarnar í rótarhálsinum þannig að næringin kemst ekki upp til stönguls og blaða. Ef mönnum sýnist vera áburðarskortur í akri með grænfóðurnæpum, repju eða fóðurmergkáli ættu menn að skoða plönturnar vel áður en þeir fara að kenna sér um að hafa borið lítið og illa á.


Magnús Óskarsson