Maís

Í sumar verður ræktun á maís reynd undir plasti. Ekki er verið að ræða um fullþroskaðan maís, þ.e. uppskorin sem korn, heldur að nýta stöngul og blöð til grænfóðurverkunar eða sem nokkurs konar heilfóður.

En hvað á að bera á maísinn? Um þetta hafa allmargir spurt og til þess að svara því höfum við tekið saman eftirfarandi tillögur að áburði á maís.

Samkvæmt dönskum ráðleggingum er miðað við 145 kg köfnunarefnis (N), 35 kg fosfórs (P) og 160 kg kalís (K) á hvern hektara í maísrækt. Þá er nauðsynlegt að áburðurinn innihaldi bæði bór(B) og brennistein (S). Mjög gott er að nota búfjáráburð til þess að uppfylla snefilefnaþarfir en í kúamykju eru t.d. bæði bór og brennisteinn.
Nokkrar leiðir eru til þess að uppfylla þessar áburðarþarfir og í töflu hér fyrir neðan eru birtar tillögur að áburði á maís. Miðað er við að nota tegundir sem innihalda brennistein:


Áburður, skammtur á hektara

N, kg  P, kg  K, kg 
Kúamykja, 30 tonn
Græðir 5, 400 kg
Samtals:

84
60
144

21
26
47

108
50
158

Fjölmóði 2, 600 kg
Kalíklóríð, 320 kg 
Samtals:

144
0
144

34
0
34

0
160
160

Kúamykja, 45 tonn
Fjölmóði 2, 80 kg
Samtals: 

126
19
145

32
5
37

162
0
162


Þessu til viðbótar er nauðsynlegt að bera á Bórax sem inniheldur 14,9% bór. Miða má við um 7-8 kg/ha með mykju en tvöfalt það magn þar sem ekki er borinn búfjáráburður á.