Köfnunarefni eða Nitur (N)

Grös sem skortir köfnunarefni (Magnús Óskarsson)

Belgjurtir, t.d. smári og lúpína, eru þó þeirrar náttúru að lifa í sambýli við gerla sem vinna köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Grös sem vaxa með smára njóta góðs af köfnunarefnisvinnslu hans. Við flesta ræktun er samt nauðsynlegt að bera köfnunarefni á.

Skortseinkenni:
Skortur á köfnunarefni dregur úr vexti jurta, einkum blaðvexti. Ef skorturinn er mikill verða ungar jurtir ljósgrænar og þegar þær eldast visna elstu blöðin. Grös verða stinn og skríða fljótt.

Einkenni ofgnóttar: Ef of mikið er borið á af köfnunarefni verður tiltölulega lítill stoðvefur í jurtunum svo að þær verða linar, leggjast gjarnan í legu. Kartöflugrös geta orðið mittishá eða meira ef köfnunarefnið er of mikið.

Skortseinkenni: Skortur á köfnunarefni dregur úr vexti jurta, einkum blaðvexti. Ef skorturinn er mikill verða ungar jurtir ljósgrænar og þegar þær eldast visna elstu blöðin. Grös verða stinn og skríða fljótt.

Einkenni ofgnóttar: Ef of mikið er borið á af köfnunarefni verður tiltölulega lítill stoðvefur í jurtunum svo að þær verða linar, leggjast gjarnan í legu. Kartöflugrös geta orðið mittishá eða meira ef köfnunarefnið er of mikið.