Kalí (K)

Kalískortur hjá grösum. Blaðið til vinstri er heilbrigt en hin sýna mismikinn skort (Ivar Aasen)Þetta er skýringin á því að venjulega er borið mun minna á af kalí en fjarlægt er með uppskerunni. Vegna hraðrar veðrunar telja margir að það sé meiri vandi að ákveða magn af kalíáburði en af öðrum áburði. Ef lítið er borið á af kalí dregur úr uppskeru vegna skorts á ódýrasta áburðarefninu. Of mikið kalí í uppskeru getur hins vegar valdið því að kalí bolar magníum frá upptöku, sem getur valdið sjúkleika hjá búfé. Kalí binst lauslega í jarðvegi og skolast því auðveldlega út, sérstaklega úr sandjörð.

Skortseinkenni: Skortur á kalí hjá grösum lýsir sér þannig að jurtirnar verða grágrænar eða gulgrænar. Ef skorturinn er mikill verða blöðin gul og elstu blöðin visna. Grösin verða lin.