Bór (B)

Skortseinkenni koma oft fram hjá jurtum af krossblómaætt, svo sem gulrófum og káli. Gulrófur sem eru sjúkar af bórskorti virðast í fyrstu vera heilbrigðar að utan en ef þær eru skornar í sundur sjást í þeim glærir eða dökkir blettir. Rófurnar eru þá óætar. Á seinni stigum verða rófurnar dökkar og holar að innan. Stönglar á káli með bórskort verða holir með vatnsósa blettum sem síðan dökkna. Gulrætur dökkna við mikinn bórskort.

Bórskortur er algengur í holta- og móajarðvegi og ber mest á honum í þurrum árum. Á þær jurtir sem eru viðkvæmar fyrir bórskorti ætti ætíð að nota bóráburð.