Molybden (Mo)

Skorturinn kemur helst fram í súrum jarðvegi. Blómkál er viðkvæmt fyrir molybdenskorti og getur gefið vísbendingu um dulinn skort hjá öðrum nytjajurtum.

Skortseinkenni:
Einkenni molybdenskorts hjá blómkáli eru að blöð kálsins verða óeðlilega mjó og blaðskerðingarnar miklar. Jaðrar blaðanna herpast saman svo að þau verða ausulaga.

Vegna þess hve lítið er borið á af molybdenáburði er best að úða honum á gróðurinn í vatnsupplausn, t.d. á uppeldisstigi.