Stuðlar

Þegar áburðarefnin eru rituð með bókstöfunum N, P og K er gefið til kynna að um hrein frumefni sé að ræða. Á Norðurlöndum er styrkur áburðar gefinn upp í hreinum efnum en í flestum öðrum löndum, t.d. í Bretlandi og Þýskalandi, eru áburðarefnin gefin upp í sýringum, þ.e. í samböndum viðkomandi efnis við súrefni. Ef styrkur fosfóráburðar er sagður vera 10% P2O5 í Bretlandi þá er sama efnamagn gefið upp sem 4,36% P á Norðurlöndum.

Eftirfarandi stuðla má nota til að breyta sýringum í hrein frumefni og öfugt.

P x 2,29 = P2O5

P2O5 x 0,436 = P

K x 1,20 = K2O

K2O x 0,83 = K

Dæmi um notkun á þessum stuðlum:

Í Fjölgræði 6 er 20–10–10, það er 20% N, 10% af sýringnum P2O5 og 10% af sýringnum K2O. Til að breyta sýringum af fosfór og kalí í hrein efni er reiknað þannig:

10 x 0,436 = 4,36% P            10 x 0,83 = 8,3% K

Í Fjölgræði 6 er 20% N, 4,4% P og 8,3% K. Norðurlandamenn hafa þennan hátt á vegna þess að það auðveldar ýmsa útreikninga á magni frumefna í jarðvegi, áburði og fóðri.

Magnús Óskarsson