Stillingar fyrir áburðardreifara

Framleiðandi Amazone dreifara og Fóðurblandan rannsökuðu dreifieginleka áburðarins. Framleiðandinn fékk sýnishorn af öllum áburðartegundum bæði einkorna og blönduðum áburði. Til að fá bestu dreifinguna m.v fyrirfram gefnar forsendur um áburðargjöf skal stilla dreifarann eins og sýnt er hér fyrir neðan.                                       

 

Stillingar fyrir Amazone dreifara:ZA-X_Perfect_005_d1_090210_171_rdax_120x72.jpg

 

1.            Byrjaðu á að fara á þessa síðu http://ddb.amazone.de/wizzard/step0

2.            Ýttu hér á breska fánann og svo Accept hnappinn

3.            Nú ættu að birtast myndir af ýmsum dreifurum, veldu þinn og þrýstu á

                next hnappinn

4.            Nú kemur fellibox sem á stendur INTERNATIONAL smelltu á það með

                músinni og finndu og veldu ICELAND. Smelltu svo á next hnappinn

5.            Nú birtist síða með tveimur valmöguleikum: Annars vegar hægt að slá

                inn áburðarheiti t.d. GRÆÐIR í textaboxið við    hliðina á Fertiliser, hins

                vegar hægt að velja tegund áburðar t.d. NPK. Því næst er þrýst á next hnappinn.

6.            Nú birtist listi yfir þær áburðartegundir sem AMAZONE á gögn yfir.

                Hér velur þú þá týpu sem þú ert með og þrýstir á next hnappinn.

7.            Nú birtist síða þar sem þú getur annað hvort slegið inn kastbreidd

               (efst), áburðarmagn á hektara (miðjan) og ferðahraða  (neðst) og þrýst á

               display settings  hnappinn eða þú getur smellt á smækkuðu myndina af

               stillitöflunni og fengið hana þá upp á skjáinn. Hún birtir allar

               mögulegar stillingar fyrir umbeðinn áburð.

8.            Ef þú settir inn gildin í reitina þrjá og þrýstir á display settings

                hnappinn þá færðu nú upp stillingarnar á dreifarann þinn fyrir umbeðin gildi.

                Blade position er stillingin á skífunum.

                Shutter er stillingin á opuninni.

                Limiter er jaðarbúnaðurinn, yfirleitt nota menn boundary spreading

                (sjá nánar um muninn í leiðbeiningunum fyrir   jaðarbúnaðinn)