Sáðvörur & Heyverkun

  Sadvorulisti_heimasida_LR.jpg

  SMELLA HÉR TIL AÐ SÆKJA VERÐSKRÁ 2021

  Hjá Fóðurblöndunni færð þú hágæða yrki sem eru þróuð
  í samráði við íslenska bændur, ráðunauta og helstu sérfræðinga.

  Tekið er mið af hverju landsvæði fyrir sig. Mjög er vandað til samsetningar yrkja sem þurfa að vera í réttu hlutfalli í blöndunum. Endurræktun túna er mjög mikilvægur þáttur til að skipta um gróður í túninu og breyta vaxtarskilyrðum þannig að túnið skili meira og betra fóðri eftir endurvinnsluna en áður.

  Starfsfólk Fóðurblöndunnar eru sérfræðingar í vali á réttu sáðvörunni og markmið okkar er að veita persónulega, trausta og umfram allt faglega þjónustu. Hafðu samband við sölumenn í síma 570-9800, eða á fodur@fodur.is ef þú ert með einhverjar spurningar.

  Hágæða rúlluplast og aðrar vörur til heyverkunar.

  Við bjóðum upp á hágæða heyrúlluplast frá Silotite. Áratuga reynsla og virkilega vinsæl vara sem hefur sannað sig hér á landi og um heim allan. Minnum á að frír flutningur er í boði heim á hlað ef gengið er frá pöntun fyrir 1.maí 2021, að lágmarki 10 rúllur. Hægt er að lesa allt um Silotite með því að smella hér.

  Hér getur þú skoðað úrvalið í vefverslun.