Fóðursíló

Fóðurblandan býður hágæða fóðursíló úr trefjaplasti í tveimur stærðum 8,5 og 12 tonn. Sílóin koma samsett frá Fóðurblöndunni og eru einföld í uppsetningu. Ef þess er óskað koma starfsmenn Fóðurblöndunnar og aðstoða við uppsetningu. Með sílóunum kemur allt sem þarf svo sem mótor, sniglar og rör.

Við ákvörðun á staðsetningu sílóanna þarf að huga að atriðum svo sem aðgengi fóðurbíla og hreinlæti. Einnig er mikilvægt að staðsetja sílóin þannig að kjarnfóðurbásar séu sem styst frá þeim.  Steypa þarf plötu undir sílóin. Frekari leiðbeiningar um uppsetningu á sílóum eru gefnar hjá Fóðurblöndunni.

Fóðri er dælt beint inn í fjós úr sílóunum og ef kjarnfóðurbás er í fjósinu er fóðrinu dælt beint úr sílóinu í hann.

Með því að geyma fóður í sílóum geymist fóðrið betur. Minni hætta er af smitberum svo sem hundum, köttum, músum, fuglum eða mönnum. Fóðursíló uppfylla hreinlætiskröfur nútímans.

Stærð sílós

Mesta hæð

Þvermál 

Stærð sökkuls (LxBxH) 

 8,5 tonn

 595 cm

 230 cm

 300x300x30 cm

 12 tonn

 700 cm

 235 cm

 300x300x30 cm

 

Hafðu samband í síma 570-9800 og fáðu upplýsingar um verð og greiðslukjör.