Magnesíum fóðurblokk

Magnesíum fóðurblokkin hefur um áraraðir verið vel þekkt í íslenskum landbúnaði. Hana má staðsetja innandyra sem utan. Geymsluþol er minnst eitt ár.

Fóðrunarleiðbeiningar:

Magnesium fóðurblokkir eru sérstaklega ætlaðar skepnum sem hætt er við magnesíumskorti. Kúm er einkum hætt við magnesíumskorti í kuldatíð á sumrin og þá einkum á túnum í örum vexti. Auk þess skortir oft magnesium í hey. Hinn hættulegi krampadoði er afleiðing magnesíumskorts. Kýr og kindur, sem sem hætt er við magnesíumskorti, þurfa að hafa frjálsan aðgang að magnesíumblokk. Kýr éta um 1/2 kg á dag af blokkinni, en kindur um 80 gr. Á innistöðu þurfa blokkirnar ávallt að vera til staðar í jötum hjá dýrunum t.d. ein hjá hverjum tveim kúm og 1 blokk í garða hjá kindum. Þegar blokkirnar eru hafðar úti í haga þarf að ætla eina blokk á hverjar 5-6 kýr og eina blokk á hverjar 25-30 kindur. Forðast skal að staðsetja blokkirnar nærri vatnsbóli þar sem slíkt gæti leitt til óeðlilega mikils áts.

Efnainnihald:
 Steinefni/kg  Fóðurgildi/kg
 30 gr Ca  0,593 FEm
 8 gr P  120 gr hráprótein
 85 gr Mg  5% fita
 70 gr NaCl  3% tréni