Hráefni

Hráefni

Fóður frá Fóðurblöndunni er framleitt fyrir íslenskan markað úr úrvals hráefnum. Fóðurblandan notar eins mikið af íslensku hráefni í fóðurblöndur og völ er á. Því miður er ekki hægt að fá öll þau hráefni sem þörf er á hér á landi og þess vegna er stór hluti hráefnanna innfluttur. Maís, bygg og hveiti eru algengustu korntegundirnar sem notaðar eru við framleiðslu á kjarnfóðri. Kornið er innflutt með skipum sem þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinlæti og allan búnað sem tengist flutningnum. 

Kaup á hráefnum

Stórnotendur geta keypt hin ýmsu hráefni s.s bygg, soja og hveiti. Bent er á að hafa samband við skrifstofu Fóðurblöndunnar.

Innlend hráefni

Svo sem fiskimjöl koma frá birgjum sem starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði framleiðslunnar. Dæmi um innlend hráefni: fiskimjöl, bygg,lýsi, skeljasandur, kalkþörungar, rækjuskel og hveitiklíð.