Fóðurblandan býður nú upp á heildstæða fóðurlínu fyrir nautgripi í eldi.
Fóðrunin miðar að auknum kjötgæðum, vaxatarhraða og hagkvæmni í rekstri.
Til viðbótar við hina hefðbundnu kálfaköggla bætast nú við tvær vörutegundir, Vöxtur og Eldi. Fóðurlínan miðar að nákvæmari fóðrun gripanna á hversu skeiði eldistímabilsins.
Prótein-, orku- og steinefnaþarfir eru mismunandi eftir aldri og það er bæði hagur bóndans og gripanna að fóðra á sem nákvæmastan hátt á hverju tímabili.
Fóðrun með Vexti og Eldi hefur sýnt fram á stryttri eldistíma, meiri kjötgæði og meiri fallþunga samhliða fóðrun á gæða heyi.Báðar fóðurgerðir eru hitameðhöndlaðar, sem tryggir hreinleika og eykur meltanleika fóðursins.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við ráðgjafa okkar í síma 570-9800 eða fodur@fodur.is