Um okkur

Um Fóðurblönduna

Fóðurblandan er rótgróið íslenskt fyrirtæki sem hefur verið með landsmönnum í marga áratugi og fagnar 60 ára afmæli á þessu ári.

Það skiptir okkur miklu máli að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu. Hlutverk Fóðurblöndunnar er að vera fyrsti kostur bænda við val á rekstrarvörum til síns búskapar.

Fóður frá Fóðurblöndunni er framleitt fyrir íslenskan markað úr úrvals hráefnum. Fóðurblandan notar eins mikið af íslensku hráefni í fóðurblöndur og völ er á. Maís, bygg og hveiti eru algengustu korntegundirnar sem notaðar eru við framleiðslu á kjarnfóðri. Kornið er innflutt með skipum sem þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinlæti og allan búnað sem tengist flutningnum. Innlend hráefni svo sem fiskimjöl koma frá birgjum sem starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði framleiðslunnar. Dæmi um innlend hráefni: fiskimjöl, lýsi, skeljasandur, rækjuskel og hveitiklíð.

Verslanir Fóðurblöndunnar og samstarfsaðila eru staðsettar nálægt helstu landbúnaðarhéruðum landsins.

Vefverslun okkar er opin allan sólarhringinn og sendum við um allt land. Þú getur greitt vöruna strax með korti, millifært eða sett í reikning.
Svo velur þú bara hvernig þú vilt fá vöruna afhenta.

Lítið mál að klára pöntun á netinu og sækja í næstu verslun eða fá sent heim á hlað.

Kíktu á úrvalið !
http://www.fodurblandan.is/vefverslun


Fóðurblandan hf  - Korngörðum 12 - 104 Reykjavík

 Sími: 570-9800  Fax: 570-9801

Netfang: fodur@fodur.is

Opnunartími afgreiðslu í Korngörðum er frá 08:00 til 17:00 alla virka nema föstudaga til 16:00.

Opnunartími skrifstofu í Korngörðum er frá 08:00 til 16:00.