Íslenskt fóður fyrir íslenskan landbúnað

Íslenskur iðnaður

Fóðurblandan notar eins mikið af íslensku hráefni í fóðurblöndur og völ er á. Því miður er ekki hægt að fá öll þau hráefni sem þörf er á hér á landi og þess vegna er stór hluti hráefnanna innfluttur.

Dæmi um innlend hráefni: fiskimjöl, lýsi, skeljasandur,  rækjuskel og hveitiklíð.

Fóðurblandan leitast við að kaupa vörur og þjónustu innanlands til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp og styrkja íslenskt hagkerfi. Aukin byggrækt innanlands mun auka þátt íslenskra hráefna í innlendum fóðurblöndum og vonandi opnast kornmarkaður innanlands fyrir afurðir á næstu misserum.

Alltaf ferskt

Það fóður sem Fóðurblandan afgreiðir er í flestum tilfellum innan við vikugamalt og oft er það framleitt sama daginn og það er afgreitt til viðskiptavina.

Afhending

Allt laust fóður er afhent til viðskiptavina í sérútbúnum lausafóðurbílum sem tryggja að fóðrið er afhent í  lokuðu kerfi, til að minnka sýkingar- og smithættu

Fagmennska

Sérhæft starfsfólk með þekkingu og þjónustulund gerir Fóðurblöndunni kleift að vera í forystu í fóðurblöndun. Sérfræðingar fyrirtækisins eru gnægtarbrunnar upplýsinga og þeir gefa þér góð ráð um allt sem varðar fóður. Allt frá stofnun árið 1960 höfum við haft tvö markmið að leiðarljósi:

1.       Að framleiða úrvals kjarnfóður fyrir íslenskan landbúnað.

2.       Að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.

 

 

Áfram Ísland                            Íslenskt já takk                           Kaupum íslenskt