Breytingar voru gerðar á lögum sjóðsins og var aðkoma sveitafélaga afnumin og er uppgjör á eignum sjóðsins að fara fram. Stefnt er að því ljúki fyrir árslok 2009.
Stjórn sjóðsins er heimilt að ráðstafa úr sjóðnum til að draga úr hættu á uppskerubresti m.a til að styrkja bændur til áburðarkaupa.
Bændur þurfa að hafa í huga eftirfarandi við umsókn:
# Leggja fram reikninga vegna áburðar sem er keyptur og notaður á vaxtarárinu 2009 til og með 10.ágúst 2009 (hafi bóndi keypt áburð eftir 10.ágúst 2008 til notkunar 2009 má leggja þann reikning fram)
# Skilyrði er að umsækjandi standi fyrir búrekstri á lögbýli og greiði búnaðargjald.
# Til greina kemur að styrkja bændur sem nota áburð sem inniheldur að lágmarki 11% N einnig gróðurhúsaáburð og fljótandi áburð að lágmarki 7%N
# Skila umsóknum ásamt reikningum fyrir 10.ágúst 2009 til Búnaðarsambands /leiðbeiningarmiðstöðvar.Þeir þurfa svo að skila frá sér fyrir 1.sept 2009.
Sjá nánar frétt Bændablaðsins :
http://www.bondi.is/pages/23/newsid/684&nc=1