Fóðurblandan á Landbúnaðarsýningu í Borgarnesi

Vel fer á því að halda þessa sýningu í Borgarfirði þar sem að í héraðinu eru mörg af öflugustu búum landsins. Eins hentar húsnæði reiðhallarinnar afar vel fyrir sýningu af þessu tagi.
Húsið er 2000fm og útisvæðið gríðarlega stórt. Margt verður um að vera meðan á sýningunni stendur og má nefna m.a. fegurðarsamkeppni íslenska hundsins. 
Svo verður dýrasýning þar sem verða m.a. kýr og kálfur, ungnaut, stóðhestur, hryssa með folald, hestar, kindur, geitur, kanínur, silkihænur, perluhænur, endur og andarungar, fasanar, kalkúnar, minkar og hundar.Sýning á gömlum dráttarvélum, Rita í Ullarselinu sýnir okkur sitthvað og Sprell leiktæki verða á svæðinu með fjölbreytt úrval tækja.

Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að skella sér á Landbúnaðarsýningu.
Takið helgina frá!

Smellið hér til að sjá auglýsingu