Regnbogasilungur frá Dýrafirði

Jónatan Þórðarsson sést hér á myndinni með fallegan regnbogasilung úr kvíaeldinu í Haukadalsbót í Dýrafirði. Jónatan hóf rekstur í Dýrafirði á síðasta ári og hefur notað fiskafóður frá Fóðurblöndunni með góðum árangri. Fiskunum verður slátrað núna í nóvember og eru þeir um 3 kg, ársgamlir - góður árangur það !
Stefnt verður að auknu eldi á regnbogasilungi í Dýrafirði á næstu árum.