Samstarfssamningur undirritaður við DeLaval

 

Fréttatilkynning                                         24.nóvember 2009

 

– Undirritun samstarfssamnings Fóðurblöndunnar og DeLaval.

 

Fóðurblandan hf. og DeLaval A/S hafa nú undirritað samsstarfssamning sín í milli um sölu og þjónustu á vörum þess síðarnefnda á Íslandi.  Er samningur þessi undirritaður í framhaldi af viljayfirlýsingu sem gerð var milli aðilanna þann 26. október síðastliðinn.  Hefur samningur þessi þegar öðlast gildi.

Fóðurblandan hf. mun í framhaldinu leitast við að tryggja að þjónusta við DeLaval mjaltakerfi og mjaltaþjóna verði sem best.

 

 

Allar helstu þjónustu og rekstrarvörur DeLaval fást í verslunum Fóðurblöndunnar í Reykjavík - Selfossi – Hvolsvelli og Egilsstöðum.  Einnig fást DeLaval vörur hjá Bústólpa á Akureyri, Versluninni Eyri Sauðárkróki og Verslun KB í Borgarnesi.

Allar nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar á skrifstofu Fóðurblöndunnar hf. sem opin er alla virka daga frá 8-16.  Sími 570-9800 / eða á tölvupóstinum petur@fodur.is


DeLaval er hluti af Tetra Laval samsteypunni.  DeLaval framleiðir og selur - undir eigin nafni - hágæða vörur og heildarlausnir til vélvæðingar búfjárræktar.  DeLaval hefur 125 ára reynslu innan landbúnaðargeirans og er leiðandi fyrirtæki um heim allan við framleiðslu á mjaltabúnaði, jafnt handvirkum sem mjaltaþjónum, og býður að auki upp á ýmsar aðrar tæknilausnir til búfjárræktar.  Tetra Laval samsteypan hefur meira en 4.000 starfsmenn á sínum vegum í yfir 100 löndum.


Fóðurblandan hf. var stofnuð árið 1960 og hefur um áratugaskeið verið leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og sölu á kjarnfóðri fyrir íslenskt búfé. Á síðustu árum hefur fyrirtækið fært út kvíarnar og flytur nú einnig inn ýmsar rekstrarvörur fyrir landbúnað, og auk þess áburð sem er seldur undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar.Á myndinni sjást frá vinstri Knut Ree framkvæmdastjóri DeLaval í Noregi, Kristina Berntsson framkvæmdastjóri DeLaval í Norður Evrópu og Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar.