Hækkun fiskafóðurs - miklar hækkanir á fiskimjöli innanlands.

Fréttatilkynning – hækkun fiskafóðurs - miklar hækkanir á fiskimjöli innanlands.

 

Miðvikudaginn 16. desember n.k. hækkar allt tilbúið fiskafóður hjá Fóðurblöndunni hf. um 10 - 20% misjafnt eftir tegundum.  Ástæður hækkunarinnar eru fyrst og fremst gífurlegar hækkanir á fiskimjöli innanlands. Fiskimjöl hefur hækkað um ríflega 100% á síðustu 12 mánuðum. Þessi hækkun mun hafa áhrif á aðrar fóðurblöndur félagsins sem innihalda fiskimjöl.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdastjóri í síma 570-9800.