Breyting á samsetningu kúafóðurs.

Fréttatilkynning : Breyting  á samsetningu kúafóðurs.

 

 

Ákveðið hefur verið að auka sojainnihald og minnka fiskimjölsinnihald í nokkrum þeim tegundum  kúafóðurs sem í dag innihalda fiskimjöl.  Þetta er gert vegna mjög takmarkaðs framboðs og mikilla verðhækkana á fiskimjöli.

Próteininnihaldið í þeim blöndum verður óbreytt.

Þetta mun þó hafa smávægilegar breytingar á AAT/PBV innihaldi í þeim blöndum.

Aðrar kúafóðurblöndur breytast ekki.

 

Nýju fóðursamsetningarnar má sjá á heimasíðu Fóðurblöndunnar hf  www.fodur.is

 

 

Allar upplýsingar veitir Erlendur Jóhannsson fóðurfræðingur Fóðurblöndunnar í síma 570-9800 eða póstfangið erlendur@fodur.is