Bleikjueldi

Tekið af heimasíðunni lax-a.is

Fyrsta slátrun hjá nýju bleikjueldis fyrirtæki á Tálknafirði er hafin. Fimmtíu til áttatíu tonnum af fiski verður slátrað nú en stækkun eldisins er í bígerð. Það er fyrirtækið Bæjarvík sem stendur að bleikjueldinu. Eldið byggir á gömlum grunni, í kerjunum hefur áður verið eldi sem ekki stóð undir sér.

Slátrun hófst í síðustu viku og er á lokasprettinum. Fimmtíu til áttatíu tonnum af fiski verður slátrað nú, en áformað er að þrefalda eða fjórfalda eldið í næstu umferð og þegar eldið er komið á fullan skrið verði alin 400-500 tonn á ári. Allur fiskurinn er seldur til útlanda, í þetta skiptið á markaði í Sviss. 

Þess má geta að Fóðurblandan selur allt fóður til fyrirtækisins.