Blákorn - varist eftirlíkingar

Blákorn er áburður sem inniheldur réttu blönduna af öllum nauðsynlegustu næringarefnum fyrir garðinn.  Matjurtagarðurinn þarf m.a. á Brennisteini (S) að halda og Bór (B).  Ekki er ráðlagt að gefa þessi efni sér, því hlutfallið þarf að vera rétt og getur t.d. of stór skammtur af Bóri hreinlega skemmt uppskeruna.  Því ráðleggja sérfræðingar tilbúna blöndu eins og Blákornið í matjurtagarðinn.

Nauðsynlegt er að áburðurinn innihaldi Kalísúlfat (brennisteinssúrt kalí) til að rækta kartöflur,þá er sú blanda klórsnauð sem er nauðsynleg fyrir m.a kartöflurækt.

 

 

Í áburðarhandbók Fóðurblöndunnar / Áburðaverksmiðjunnar segir m.a.:

Brennisteinn (S)

Brennisteinn finnst í amínósýrum og því í öllu byggingarprótíni planta.
Brennisteinn er nauðsynlegur fyrir myndun góðs rótarkerfis, bætir bragð
og eyðir nítrötum.
Víða á Íslandi skortir jurtir brennistein, einkum í þurrviðrasömum héruðum.
Tilraunir benda til að nægjanlegt sé að bera árlega 10–15 kg/ha af brennisteini
á tún. Stærri skammtar geta jafnvel minnkað uppskeru þar sem of
mikill brennisteinn getur valdið útskolun á kalsíum, magnesíum og bór.
Skortseinkenni: Grös verða ljósgræn og lin, líkt og við kalískort, þannig
að ef borið hafi verið á kalí er líklega um brennisteinsskort að ræða.
Einkenni ofgnóttar: Ef of mikið er borið á af brennisteini virðist það
draga aðeins úr uppskerumagni. Brennisteinn bindur kalsíum og getur
valdið skorteinkennum á því efni, jarðvegur súrnar og hætta á kali eykst.

Bór (B)

Bór flýtir fyrir þroska og eykur magn og gæði uppskeru. Einnig er bórinn
mikilvægur í sjúkdómavörum plantna. Bórþörf jurta er ekki nema 0,1–1
kg/ha á ári. Gulrófur, kál, gulrætur, kartöflur og smári eru viðkvæm fyrir
bórskorti. Bór er nauðsynlegur fyrir vöxt plantna en þær tegundir sem
hafa sýnt mestu þörfina fyrir bór eru meðal annars korn, kál, gulrætur,
blaðsalat og næpur
Skortseinkenni: Sjást oft hjá jurtum af krossblómaætt, svo sem gulrófum
og káli. Gulrófur sem eru sjúkar af bórskorti virðast í fyrstu vera
heilbrigðar að utan en ef þær eru skornar í sundur sjást í þeim glærir
eða dökkir blettir. Rófurnar eru þá óætar. Á seinni stigum verða rófurnar
dökkar og holar að innan. Stönglar á káli með bórskort verða holir með
vatnsósa blettum sem síðan dökkna. Gulrætur dökkna við mikinn bórskort.
Skorturinn sést helst þeim hluta plöntunnar sem er í vexti. Ný laufblöð
verða ljósgul og t.d. geta efri blöð smára fengið á sig rauðan blæ.
Bórskortur er algengur í holta- og móajarðvegi og ber mest á honum í
þurrum árum. Á þær jurtir sem eru viðkvæmar fyrir bórskorti ætti ætíð
að nota bóráburð og gæta að því að ekki sé of mikið af kalsíum í jarðveginum
þar sem það bindur bór.