Opin dagur á Stóra Ármóti

Haldinn verður opin dagur á Stóra Ármóti föstudaginn 11. nóvember n.k. frá kl 13-17
Vonast er til að bændur og þéttbýlisbúar sæki búið heim.

Í boði verður kynning á starfsemi tilraunabúsins, Búnaðarsambands Suðurlands auk fleiri stofnana og fyrirtækja.
Fyrirtækjum sem tengjast landbúnaði er boðin þátttaka.

Fóðurblandan verður á staðnum með sína fulltrúa til að ræða við bændur og aðra sem að búskap koma. M.a verður kynning  á nýjum steinefnastampi sem kemur á markað í enda mánaðarins.