Niðurstöður áburðareftirlits

Matvælastofnun hefur birt á heimasíðu sinni skýrslu um niðurstöður áburðareftirlits ársins 2011. Í skýrslunni er að finna niðurstöður efnagreininga áburðarsýna sem tekin voru á árinu. Einnig athugasemdir vegna merkinga áburðarins. Í skýrslunni eru einnig upplýsingar um þær áburðartegundir sem fluttar voru inn eða framleiddar á landinu á árinu.

Fóðurblandan flutti inn 11 áburðartegundir undir merkjum Áburðarverkmiðjunnar. Allar niðurstöður stóðust mælingar, einnig mælingar á cadmium(Cd) innihaldi.

 

Með því að smella á linkinn þá er hægt að lesa skýrsluna:  http://mast.is/Uploads/document/eftirlitsnidurstodur/SkyrslaAburdareftirlit2011.pdf