Starfsmenn með reynslu !

Þeir starfsmenn Fóðurblöndunnar sem státa af lengstum starfsaldri eru þeir Guðmundur Einarsson og Valdemar Tracey. 

Það var á því herrans ári, 1982, sem þeir hófu störf hjá Fóðurblöndunni.

 

Þeir eru þar með að ná 30 ára starfsafmæli á þessu ári.  Það er einkar ánægjulegt þegar starfsmenn sýna sínum vinnustað slíka tryggð.

Þess má geta að á dögunum hafði Guðmundur meðferðis sinn fyrsta launaseðil sem hann fékk frá Fóðurblöndunni í mars 1982.

 

Fóðurblandan vill þakka þeim félögum Guðmundi og Valdemar vel unnin störf í 30 ár.