Breyting á DeLaval þjónustu

Breyting á DeLaval þjónustu.

Gerðar verða breytingar á þjónustu við Delaval viðskiptavini frá og með 1. apríl næstkomandi.

Stefán Björgvinsson mun verða starfsmaður Bústólpa og mun þá starfa ásamt Ingvari Olsen að þjónustu við bændur á norður- og austurlandi en Magnús Skúlason mun sinna þjónustu á vestur og suðurlandi. Til stendur að fjölga þjónustumönnum á suðurlandi. Ekki verða gerðar breytingar á neyðarnúmeri Delaval þjónustu.

Nánari upplýsingar veita Hólmgeir Karlsson hjá Bústólpa í síma 460-3350 og Eyjólfur Sigurðsson hjá Fóðurblöndunni í síma 570-9800.