Hjólað í vinnuna

 

Fóðurblandan hefur skráð 10 keppendur í "Hjólað í vinnuna" Skipt er í 2 lið Þokka og Magna. Alls hafa verið hjólaðir 716 km.

Fóðurblandan er núna í 42 sæti yfir fyrirtæki með 30- 69 starfsmenn - stefnan er tekin á gullið !

Nyjustu fréttir : erum komin í 25 sæti (16 maí )

Keppnin stendur frá 8. - 28. maí 2013 að báðum dögum meðtöldum.

 

Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur? 

Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv.

Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð.  

Eftirfarandi regla er sett inn til að koma á móts við einstaklinga sem búa í öðru sveitarfélagi en þeir starfa og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum. Þeir geta notast við einkabíl hluta af leiðinni en þá þurfa þeir einstaklingar að ganga minnst 1,5 km (~15 mín) eða hjóli minnst 3 km (~15 mín) hvora leið og uppfylli þannig ráðleggingar Embætti landlæknis um daglega hreyfingu. 

Með því að smella hér getið þið nálgast reglur Hjólað í vinnuna.