Fóðurblandan hefur verið í farabroddi á undanförnum árum við kaup á korni af bændum innanlands og verður líklega enn meira keypt í ár ef uppskeran verður viðunandi.
Bændur hafa verið að auka ræktun hér heima og eru byrjaðir að rækta repju og nú hefur Fóðurblandan byrjað á að kaupa repjufræ af bændum.
Þeir sem eiga og vilja selja repjufræ eru beðnir um að hafa samband við Fóðurblönduna í síma 570- 9800 til þess að fá nánari upplýsingar.
