Staða túna misjöfn

Tún komu illa undan vetri og hafa bændur haft í nógu að snúast í sumar að rækta þau á ný. Bændur eru þó ekki af baki dottnir og hefur sprettan víðast verið góð.

 

Veðurblíðan fyrir austan og norðan hefur hjálpað mikið til og þrátt fyrir að staðan sé enn óljós er ekki slæmt hljóðið í mönnum. Margir bændur hafa þurft að tryggja sér hey annars staðar frá. Bændur standa saman og hjálpa gjarnan hverjir öðrum, að því er fram kemur í umfjöllun um grassprettuna í Morgunblaðinu í dag (13 águst).

 

Staðan á heyfeng er ágæt, að sögn Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, ráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, þótt auðvitað gæti hún verið betri.

 

 

tekið af mbl.is