Góð mæting á fræðslufundi

Fyrirlesarar voru þeir Snorri Sigurðsson ráðgjafi í Danmörku, Erlendur Jóhannsson fóðurfræðingur FB og Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri.

 

Í máli Snorra var komið inn á að nýta mjaltaþjóninn enn betur og hvaða þætti ber að hafa í huga við að ná sem bestum árangri.

 

„Síðustu árin hefur mjaltaþjónum fjölgað ört hér á landi og er nú svo komið að um þriðjungur allrar mjólkur á Íslandi kemur frá mjaltaþjónabúum. Það er þó afar mikill munur á nýtingu mjaltaþjónanna auk þess sem ætla má að vinnbrögð við mjaltaþjónana séu afar frábrugðin á milli búa. Undanfarin misseri hefur verið gert átak í því að bæta nýtingu mjaltaþjóna í Danmörku með afar góðum árangri, en byggir átakið á því að miðla reynslu á milli bænda.“

 

Erlendur og Hólmgeir komu inn á fóðrun kúa í mjaltaþjónafjósi.

 

Gróffóðrið leggur grunninn „ Jöfn gæði - gefa oft (helst 10-12 sinnum á sólarhring).“

„Mikilvægt að forðast snöggar fóðurbreytingar.(blanda fóðri)“

Auka kjarnfóðurgjöf (að arðsemismörkum)

„Ef heilsufar kúnna er gott er einfaldast að auka við kjarnfóðurgjöf“

 

Fundargestir voru mjög ánægðir með umfjöllun fyrirlesara.

 

Fræðslufundur mjaltaþjónn nóv2013.png