Fyrirlesarar voru þeir Snorri Sigurðsson ráðgjafi í Danmörku, Erlendur Jóhannsson fóðurfræðingur FB og Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri.
Í máli Snorra var komið inn á að nýta mjaltaþjóninn enn betur og hvaða þætti ber að hafa í huga við að ná sem bestum árangri.
„Síðustu árin hefur mjaltaþjónum fjölgað ört hér á landi og er nú svo komið að um þriðjungur allrar mjólkur á Íslandi kemur frá mjaltaþjónabúum. Það er þó afar mikill munur á nýtingu mjaltaþjónanna auk þess sem ætla má að vinnbrögð við mjaltaþjónana séu afar frábrugðin á milli búa. Undanfarin misseri hefur verið gert átak í því að bæta nýtingu mjaltaþjóna í Danmörku með afar góðum árangri, en byggir átakið á því að miðla reynslu á milli bænda.“
Erlendur og Hólmgeir komu inn á fóðrun kúa í mjaltaþjónafjósi.
Gróffóðrið leggur grunninn „ Jöfn gæði - gefa oft (helst 10-12 sinnum á sólarhring).“
„Mikilvægt að forðast snöggar fóðurbreytingar.(blanda fóðri)“
Auka kjarnfóðurgjöf (að arðsemismörkum)
„Ef heilsufar kúnna er gott er einfaldast að auka við kjarnfóðurgjöf“
Fundargestir voru mjög ánægðir með umfjöllun fyrirlesara.
