Verðlækkun á áburði

Fréttatilkynning vegna áburðar send 19. desember 2013:

 

8-12% verðlækkun og pöntunarfrestur 15. febrúar 2014.

 

Við viljum vekja athygli á að það liggur ekkert á að ganga frá pöntun til okkar fyrir áramót. Fóðurblandan er að ljúka samningum um kaup á áburði.  Vöruskráin mun taka nokkrum breytingum en til viðbótar við gamla kunningja verður boðið upp á 2-3 nýjar tegundir af tví- og þrígildum áburði sem innihalda bæði magnesium og selen. 

Það er ánægjulegt að tilkynna að áburðartegundir okkar munu lækka um 8-12% miðað við árið í fyrra vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði áburðar og gengi íslensku krónunnar, misjafnt eftir tegundum.

Pöntunarfrestur okkar verður til 15. febrúar 2014, sem þýðir að við erum að flýta ferlinu frá fyrra ári um heilan mánuð.  Bestu kjör sem bjóðast verða til þeirra sem nýta sér pöntunarfrestinn og fyrirframgreiða áburðinn.  Fyrirframgreiðsla mun miðast við gjalddaga 1. mars 2014 og eindaga 14 dögum síðar. Þá munum við bjóða eins og áður sérstök afsláttarkjör til þeirra sem staðgreiða 1. maí. Þeir sem kjósa greiðslufrest fá hann vaxtalaust með 7 mánaðarlegum afborgunum maí – nóv eða með einni greiðslu 1.október.

 

Vöru- og verðskráin mun birtast á netinu hjá okkur fyrri hluta janúar, sjá www.fodur.is.

 

Nánar upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fóðurblöndunnar í síma 570-9800