Vöru- og verðskrá áburðar 2014 LÆKKUN

Fréttatilkynning frá Fóðurblöndunni fimmtudaginn 16 janúar 2014:

 

Fóðurblandan lækkar verðskrá áburðar um 8-12,9%

 

Fóðurblandan hf. sem selur áburð undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar kynnir í dag nýja vöru og verðskrá  fyrir árið 2014.

Ánægjulegt er að geta boðið bændum og öðrum ræktendum lækkun á áburði frá síðasta ári.

Það er sérstaklega ánægjulegt að geta kynnt svo góð tíðindi á sama tíma og bændur standa frammi fyrir aukningu á framleiðslu kjöts – og mjólkurafurða.

 

Lækkunin er eins og fyrr segir 8-12,9% misjafnt eftir tegundum.  Ástæðan er almenn lækkun á áburðarmörkuðum erlendis og styrking íslensku krónunnar.

 

Vöruskráin mun taka nokkrum breytingum en til viðbótar við gamla kunningja verður boðið upp á 3 nýjar tegundir af tví- og þrígildum áburði sem innihalda bæði magnesium og selen.

 

Pöntunarfrestur okkar verður til 15. febrúar 2014, sem þýðir að við erum að flýta ferlinu frá fyrra ári um heilan mánuð.  Bestu kjör sem bjóðast verða til þeirra sem nýta sér pöntunarfrestinn og fyrirframgreiða áburðinn.  Fyrirframgreiðsla mun miðast við gjalddaga 1. mars 2014 og eindaga 14 dögum síðar. Þá munum við bjóða eins og áður sérstök afsláttarkjör til þeirra sem staðgreiða 1. maí. Þeir sem kjósa greiðslufrest fá hann vaxtalaust með 7 mánaðarlegum afborgunum maí – nóv eða með einni greiðslu 1.október.

 

Hægt er að smella hér til að skoða vöruskrá áburðar

Hægt er að smella hér til að skoða verðskrá áburðar

 

Kær kveðja 

Starfsfólk Fóðurblöndunnar