Mikil hey en misjöfn gæði

Þorvaldseyri

Útlit er fyr­ir að hey verði mik­il eft­ir sum­arið en þau verða mis­jöfn að gæðum. Vegna óþurrka sunn­an­lands og vest­an sprett­ur grasið úr sér eða hrekst á tún­um og fóður­gildi þess minnk­ar dag frá degi.

Kúa­bænd­ur sem náðu að slá snemma og nýta þurrka í júní fengu mik­il og góð hey. Þeir eiga sömu­leiðis von á góðum há­ar­heyskap vegna þess að grasið vex áfram í hlý­ind­um og úr­komu.

Bænd­ur sem ekki náðu að nýta þurrk­ana í júní hafa átt í erfiðleik­um með heyskap því lítið hef­ur verið um þurrk í júlí­mánuði. Þetta á við um marga sauðfjár­bænd­ur sem beittu tún sín í vor. Ein­hverj­ir náðu að bjarga sér um helg­ina.

Tekið af mbl.is