Lækkun á fóðri allt að 2%

Reykjavík 26. september 2014

FRÉTTATILKYNNING

 

Fóðurblandan lækkar fóðurverð

Fóðurblandan hefur haft það að leiðarljósi frá upphafi að vera fyrsti valkostur ábúandans þegar kemur að vörum og þjónustu fyrir fyrir býlið. Öll starfsemi fyrirtækisins miðast við að gera samskipti viðskiptavinarins við Fóðurblönduna sem ánægjulegust og árangursríkust.

 

Í ljósi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna hefur Fóðurblandan ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri fyrir nautgripi, svín og hænsni. Lækkunin nemur allt að 2% og tekur gildi í dag 26. september. Þetta er í fjórða skiptið á einu ári sem fyrirtækið lækkar verð á kjarnfóðri fyrir nautgripi, svín og hænsni. Uppfærða verðskrá má finna á vef Fóðurblöndunnar með því að smella hér

 

Nánari upplýsingar veitir Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Fóðurblöndunnar.