Tilkynning vegna verkfalla


Tilkynning vegna áhrifa boðaðra sólarhringsverkfalla 6.-7. og 19.-20. maí  nk.

Ágæti viðskiptavinur

Boðuð verkföll hjá verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins munu hafa einhver áhrif á starfsemi Fóðurblöndunnar.  Áhrifin á verkfallstímabilunum 6.-7. og 19.-20. maí nk. eru misjöfn og eru þau tekin saman hér að neðan eftir sviðum.

Fóðurframleiðsla/fóðurafgreiðsla
Boðuð verkföll hjá verkalýðsfélögum innan starfsgreinasambandsins munu ekki hafa áhrif á afgreiðslu og sölu á fóðri og rekstrarvörum hjá Fóðurblöndunni.  Framleiðsla og dreifing mun því vera með óbreyttum hætti þessa daga.

Verslanir fóðurblöndunnar
Afgreiðslutími í verslunum og á skrifstofu Fóðurblöndunnar  verður óbreyttur þessa daga.

Áburðardreifing
Afgreiðsla áburðar mun raskast þar sem verkfallið nær til en það má sjá hér að neðan:

  • Reykjavík – Engin áhrif, hefðbundin afgreiðsla á opnunartíma
  • Akranes – Einhver röskun á afgreiðslu  á opnunartíma.
    • Nánari upplýsingar í síma 4311500
    • Hólmavík – Lítil áhrif á afgreiðslu
    • Höfn – Engin afgreiðsla verkfallsdagana.
    • Þorlákshöfn – Engin áhrif, hefðbundin afgreiðsla á opnunartíma

 

 

Framangeind samantekt áhrifa verkfallsaðgerða eiga aðeins við boðuð verkföll hjá verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins fram að allsherjarverkfalli sem boðað er 26. maí nk.  Fóðurblandan mun fylgjast vel með þróun mála og upplýsa viðskiptavini sína um frekari áhrif ef til verkfallsaðgerða kemur hjá aðildarfélögum annarra verkalýðsfélaga.