Þriðjudaginn 18. ágúst mun dr. Becky Lees frá Nettex halda tvo fróðlega fyrirlestra á Íslandi um umhirðu og fóðrun hesta í boði Fóðurblöndunnar. Kynntar verða hestavörur frá Nettex.
Fyrirlestrarnir tveir verða haldnir á eftirtöldum stöðum þann 18. ágúst:
Kl 11:00 - veitingastaðurinn ÁrhúsHellu - Rangárbökkum 6, 850 Hella
Kl 20:00 - Hestavöruverslunin Hestarog Menn - Lynghálsi 5, 110 Reykjavík
Boðið verður uppá léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir.
Nettex hefur unnið að mótun og framleiðslu á vörum fyrir búfé í yfir 30 ár
og hefur Fóðurblandan boðið uppá vörur frá fyrirtækinu í nokkur ár
við mjög góðar undirtektir.