Reykjavík 1. mars 2016
FRÉTTATILKYNNING
Fóðurblandan lækkar verð á kjarnfóðri.
Í ljósi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðs gengis hefur Fóðurblandan ákveðið að lækka verð á öllu kjarnfóðri. Lækkunin nemur um 4% misjafnt eftir tegundum og tekur gildi í dag 1. mars. Uppfærða verðskrá má finna á vef Fóðurblöndunnar, www.fodur.is, síðar í dag.
Verðlisti fóðurs 1 mars 2016
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóðurblöndunnar.