Okkur berast þær fréttir að kal sé komið í tún á nokkrum stöðum á landinu. Kal kemur þegar klaki dvelur í langan tíma í túnum og grasið fær ekki súrefni.
Bændur standa frammi fyrir því að reyna að fá einhverja uppskeru af þessum túnum. Til þess þarf að setja niður grasfræ – grænfóður eða bygg.

Hér koma nokkrir punktar frá RML:
•Sjálfgræðsla
– borinn á búfjáráburður eða
– lágir skammtar af tilbúnum áburði
• Ísáning
– sáning á grasfræi og/eða grænfóðri í kalin tún
– Hentar nýræktum en ekki gömlum túnum
• Lágmarksvinnsla og sáning
– Léttvinnsla með pinnatætara og sáning
– Hentar í nýræktir og endurunnin tún og blettakal
• Endurræktun-ræktun grænfóðurs
– Eldri tún og illa kalin
Mjög fínar ráðleggingar /glærur frá RML er hægt að nálgast hér : http://www.rml.is/is/nytjaplontur/jardraekt-2014/kal-i-tunum
Verslanir okkar hafa á boðstólnum úrval af sáðvörum og áburði.
Kíkið við eða hafið samband.