Heysýni og fóðuráætlanagerð

Nú er heyskap senn að ljúka og líkt og undanfarin sumur er lögð áhersla á að bændur taki heysýni til að fá yfirlit yfir gæði þess heimafengnafóðurs sem aflað er.

Starfsmenn Fóðurblöndunnar taka heysýni hjá bændum og boðið er uppá fóðuráætlanagerð og ráðgjöf þegar niðurstöður heysýna liggja fyrir.

Gagnsemi þess að taka heysýni:

  • Upplýsingar um efnainnihald fóðurs er mikilvægur liður í innra gæðaeftirliti búsins og treystir grunn að góðri framleiðslu.
  • Upplýsingar um stein- og snefilefnainnihald.
  • Gefur vísbendingar um ástand túna og er stjórntæki til að meta áburðarþörf og val á áburði.
  • Ef fóðrunarkvillar gera vart við sig er auðveldara að grípa inn í ef menn hafa yfirlit um efnainnihald fóðurs.

 

Öll heysýni Fóðurblöndunnar eru send til greiningar hjá Efnagreiningu á Hvanneyri og sýnir Fóðublandan þar með stuðning sinn við íslenskan iðnað.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá sölu- og þjónusturáðgjöfum Fóðurblöndunnar í síma 570-9800 eða á netfangið fodur@fodur.is