Til þess að tryggja betur þjónustuna við eigendur DeLaval mjaltaþjóna og hefðbundinna mjaltakerfa hefur verið ákveðið að sameina þjónustuna í eina deild hjá Bústólpa á Akureyri. Fram að þessu hefur þjónustan verið rekin bæði hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík og hjá Bústólpa á Akureyri.
Við þessar breytingar færast tveir starfsmenn frá Fóðurblöndunni til Bústólpa. Viðkomandi starfsmenn verða þó áfram staðsettir á Suður- og Vesturlandi eins og verið hefur.
Mikill vöxtur hefur verið í sölu á DeLaval mjaltabúnaði, sérstaklega mjaltaþjónum, síðast liðin ár og því mikilvægt að efla enn frekar þjónustu við bændur á þessu sviði. Sameining þjónustunnar í eina deild mun gera þjónustuna skilvirkari og betri.
Þjónustudeildin mun sjá um alla þjónustusamninga við eigendur DeLaval mjaltaþjóna og hefð-bundinna mjaltakerfa ásamt öðru viðhaldi og uppsetningum á nýjum mjaltaþjónum og öðrum DeLaval búnaði hjá bændum.
Stefán Björgvinsson mun veita deildinni forstöðu.
Starfmenn þjónustudeildarinnar hjá Bústólpa verða eftirfarandi:
- Stefán Björgvinsson, þjónustustjóri.
- Magnús Skúlason, þjónustufulltrúi
- Ingvar Olsen, þjónustufulltrúi
- Haraldur Þ. Vilhjálmsson, þjónustufulltrúi
Símanúmer Delaval verða óbreytt, en neyðarsími DeLaval VMS er: 570 9804.
Virðingarfyllst,
Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar og
Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa.