Kærar þakkir til bænda

Innilegar þakkir til bænda sem styrktu krabbameinsrannsóknir með því að kaupa af okkur bleikt rúlluplast.
Við afhentum styrkinn í dag í húsakynnum Krabbameinsfélagsins og tók hún Kolbrún Silja Ásgeirsdóttirá móti okkur og veitti styrknum móttöku.

" Skilið okkar bestu þökkum til bænda og allra sem tóku þátt. Fjármunirnir koma sér sannarlega vel en okkur finnst líka bara svo gaman að sjá fólk taka þátt og sýna samstöðu. Það er mikils virði. "

Kær kveðja og bestu þakkir 
Kolbrún