Fóðurblandan stórlækkar verð á áburði

Fóðurblandan stórlækkar verð á áburði !

 

Eftir mikla styrkingu krónunnar og verðlækkunnar á áburðarhráefnum erlendis er ljóst að umtalsverð lækkun er framundan á áburðarverði.

Gera má ráð fyrir að hún verði á svipuðum nótum og áður framkomnar lækkanir á íslenskum markaði.

 

Í ljósi þess vill Fóðurblandan benda á að engin ástæða er til þess að ganga frá áburðarkaupum fyrir áramót þar sem verðskráin okkar mun gilda allt áburðarsölutímabilið.

 

Ný verðskrá áburðar mun birtast viðskiptavinum fyrir áramót.

 

Veldu réttan áburð og komdu í veg fyrir súrnun jarðvegs og tryggðu það að fosfórinn komist til skila.

 

Græðir áburður er sérframleiddur fyrir íslenskar aðstæður

 

Kveðja starfsfólk Fóðurblöndunnar.