Verðskrá Græðis áburðar 2018

Verðskrá Græðis áburðar 2018

 

Áburðarverðskrá Fóðurblöndunnar og samstarfsaðila fyrir árið 2018 er komin út. Verðskrá Græðis áburðar hækkar um 14% á milli ára og er skýringin verðhækkun á erlendum mörkuðum og veiking krónunnar. Verðskráin er gerð með fyrirvara um breytingar á gengi og að pantað sé fyrir 31.janúar.

 

Tilboð á flutningi ef pantað er fyrir 31.janúar 2018

Eins og áður er boðið uppá hagstæða flutninga heim á hlað. Flutningstilboð er 1000 kr/tonn og miðast við að keyptir séu amk 10 sekkir eða meira og að pöntun komi fyrir 31.janúar.

 

Áburður með háan vatnsleysanleika

Græðir áburður er sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður. Áburðurinn er fosfórríkur og með háan vatnsleysanleika sem hentar vel aðstæðum á Íslandi þar sem er kalt loftslag, stuttur vaxtatími og sérstök jarðvegsgerð sem krefst hærra fosfórsinnihalds.

 

Kalkríkar tegundir

Köfnunarefnisáburðurinn inniheldur 8% kalsium (kalk) en það er mikilvægt til þess að vinna gegn súrnun jarðvegs en súr jarðvegur eykur hættu á kalskemmdum. Rétt sýrustig jarðvegs tryggir bæði meiri uppskeru og betri heygæði.

 

Öll hráefni einkorna – Fjölkorna og einkorna áburður í boði

Í Græði áburði eru öll áburðarkornin einkorna.Við framleiðslu áburðarins eru eingöngu valinn hráefni sem eru einkorna áburður, með jafna kornastærð og eðlisþyngd sem tryggir bestu mögulegu dreifigæði. Vöruskrá Græðis er fjölbreytt og gefur bændum möguleika á fjölkorna og einkorna áburði eftir þörfum.

 

Góð heysýni og frábær spretta

Mikil ánægja var með niðurstöður heysýna eftir uppskeru síðasta árs og sýnir að selen er að skila sér vel í gróffóðrið að sama skapi var heyfengur með besta móti.

 

Sex tegundir með selenbættum áburði

Græðir áburður er þetta árið með sex tegundir sem innihalda selen. Einkorna áburðartegundirnar Græðir 8 (21-7-11) og Græðir 9 (27-6-6) auk fjölkorna tegundanna, Fjölmóði 3 (25-5) , Fjölmóði 4 (24-9), Fjölgræðir 7 (22-14-9) og Fjölgræðir 9 (25-9-8).

Verðskrá áburðar 2018  má nálgast hér