Lagerstarfsmaður óskast

Lagerstarfsmaður óskast

Fóðurblandan óskar eftir að ráða heilsuhraustan, þjónustulundaðan og duglegan starfsmann á lager fyrirtækisins. 
Helstu verkefni eru almenn lagerstörf, tiltekt pantana, afgreiðsla, pökkun og almenn þjónusta við viðskiptavini. Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi og hafa metnað fyrir því að halda vinnuumhverfinu snyrtilegu.

Um er að ræða skemmtilegt og áhugavert starf í góðu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur

Hreint sakavottorð

Skipulögð og góð vinnubrögð

Rík þjónustulund

Hæfni í mannlegum samskiptum
Stundvísi og góð framkoma
Góð íslenskukunnátta

Allar nánari upplýsingar veitir Úlfur Blandon framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs:  ulfur@fodur.is