Hestakögglarnir sem allir þekkja

Ferðaþokki - ný vara hjá Fóðurblöndunni. 

Ferðaþokki er kjarnfóður sérhannað fyrir hross sem eru undir miklu álagi og svitna mikið. 

Sölt tapast þegar hrossið svitnar og því er innihald Ferðaþokka mjög salt og steinefnaríkt. Hann er gerður til að mæta aukinni saltþörf hrossa sem svitna mikið.

Ferðaþokki er frábært viðbótarfóður fyrir hross á ferðalögum eða fyrir keppnishross. 

Einnig mjög vítamín og steinefnaríkur.

Blandan er sérhönnuð og hlutföllin reiknuð eftir íslenskum heyefnagreiningum síðustu ára. 

Fóðrunarleiðbeiningar:
1-1,5 kg fyrir hross í ferðum og keppnishesta. 


Hnokki og Þokki - endurbætt innihald.  

Við samantekt á niðurstöðum úr heyefnagreiningum var ákveðið að stórbæta vítamín og steinefnahlutföll í hestafóðrinu okkar. 

Nú er fóðrið okkar með stórbættu hlutfalli af A,D,E vítamíni og bíótín, einnig bíótín, sink, selen og joð. 

Nú er einnig aukið prótíninnihald og meiri fita í Hnokka. 

Fóðrunarleiðbeiningar: 
Hnokki 
0,5 kg. fyrir hross í léttri þjálfun. 
1-1,5 kg fyrir rýra hesta eða í mikilli þjálfun. 
Þokki
0,5 kg. fyrir hross í léttri þjálfun. 
1-1,5 kg fyrir hesta í mikilli þjálfun.