Töðugjöld á Hellu

Töðugjöld eru haldin árlega á Hellu og verða nú haldin í 25. skiptið. Skemmtileg fjölskylduhátið þar sem margt er í boði fyrir unga sem aldna. 

Fóðurblandan mun vera með ýmis tilboð ásamt því að kynna fyrir fólki breytingar á verslun okkar að Suðurlandsvegi 4. Það verður opið Laugardaginn 18 ágúst frá 10-14 og munum við grilla pylsur og hafa gaman. En nóg er um að vera í bænum. 

Á föstudagskvöldinu er svokallað þorparölt þar sem sumir íbúar í einu hverfanna á Hellu bjóða heim

Á laugardeginum er ýmis skemmtun í boði og endað er síðan með kvöldvöku og flugeldasýningu.

Hverfunum er skipt upp í liti og íbúar skreyta hús sín og umhverfi í viðeigandi lit.

Dagskrá má lesa nánar hér

Hlökkum til að sjá ykkur !